Starfsemin

Botnfisksvið

Útgerð

Í árslok voru sex togarar í rekstri á botnfisksviði félagsins: Frystitogararnir Örfirisey RE og Höfrungur III AK og ísfisktogararnir Engey RE, Helga María AK, Ottó N. Þorláksson RE og Sturlaugur H. Böðvarsson AK. Ísfisktogarinn Ásbjörn RE var seldur á miðju ári og frystitogarinn Þerney RE í nóvember.

Heildarafli togara var 43.590 tonn en var 46.260 tonn árið 2016. Afli á úthaldsdag var 28 tonn en 25 tonn árið 2016.

Á miðju ári var Engey RE, fyrsti ísfisktogarinn af þremur, tekinn í rekstur, á sama tíma og Ásbjörn RE var seldur úr landi. Akurey AK hóf veiðar í febrúar 2018 og unnið er að því að koma vinnslu og lestarbúnaði fyrir í Viðey RE.

Þann 2. júní 2017 var skrifað undir samning um smíði á 81,30 metra löngum og 17,00 metra breiðum frystitogara við spænsku skipasmíðastöðina Astilleros Armon Gijon. Afhending togarans er áætluð um mitt ár 2019.

Botnfiskafli

Afli og verðmæti botnfiskskipa

2017 2016
Afli (tonn) Verðmæti (þús.evra) Afli (tonn) Verðmæti (þús.evra)
Ísfisktogarar 24.549 30.043 25.276 32.896
Engey 2.390 3.093
Ásbjörn 2.450 2.904 6.454 8.442
Ottó N Þorláksson 6.320 7.782 6.239 8.050
Sturlaugur H Böðvarsson 6.134 7.575 5.911 7.921
Helga María 7.255 8.689 6.672 8.483
Frystitogarar 19.039 41.977 20.984 43.821
Örfirisey 5.178 12.280 7.041 13.730
Þerney 6.353 14.411 6.900 15.847
Höfrungur III 7.508 15.286 7.043 14.244
Samtals 43.588 72.020 46.260 76.717

Úthlutun og ráðstöfun afla árið 2017 (tonn) - botnfiskur

Tegund Þorskur Barentshafi Þorskur Ýsa Ufsi Gullkarfi Djúp- karfi Úthafs- karfi Grálúða Aðrar tegundir
Staða 31.12.2016 0 7.691 1.062 6.232 9.160 3.104 (25) 1.499 2.920
Úthlutun 2.621 12.405 2.187 8.915 11.872 2.816 671 953 3.478
Skipti, frá öðrum/(til annarra) 101 870 (960) 232 17 19 43 (420) (500)
Tegundatilfærsla 508 (544) 698 (539) 65 (838)
*Annað (537) (811) (9) 40 5 196
Samtals 2.185 20.155 2.788 14.835 21.787 5.400 694 2.097 5.256
Veiði 2017 (2.185) (12.457) (1.286) (8.158) (12.980) (2.631) (660) (1.371) (1.858)
Staða 31.12.2017 0 7.698 1.502 6.677 8.807 2.769 34 726 3.398

Annað er skiptipottar, leiðrétting vegna íss, utankvótategundir, geymslur, vs-afli, undirmál og heimildir sem falla niður.

Landvinnsla

Afli til vinnslu á árinu 2017 var 23.488 tonn, en árið á undan var afli til vinnslu 28.375 tonn.

Í maí var tekin ákvörðun um að sameina botnfiskvinnslur félagsins á Akranesi og í Reykjavík. Í framhaldinu var vinnslu hætt á Akranesi í lok ágúst. Samhliða þeirri ákvörðun var dregið verulega úr kaupum á hráefni til vinnslu frá innlendum fiskmörkuðum.

Botnfiskafli til vinnslu (tonn)

2017 2016
Norðurgarður Akranes Vopnafjörður Samtals Norðurgarður Akranes Samtals
Þorskur 6.123 2.846 600 9.569 1.741 7.023 8.764
Ufsi 5.467 5.467 9.734 269 10.003
Karfi 8.452 8.452 9.608 9.608
Samtals 20.042 2.846 600 23.488 21.083 7.292 28.375
Áhugavert að vita!
Miklar tækniframfarir hafa átt sér stað með tilkomu þriggja nýrra ísfisktogara félagsins enda um að ræða eitt stærsta þróunarverkefni í íslenskum sjávarútvegi um langt árabil.

Uppsjávarsvið

Útgerð

HB Grandi hf. gerði út tvö uppsjávarskip á árinu og var útgerðarmynstur þeirra svipað og árið 2016. Loðnuaflinn var 9.934 tonnum meiri árið 2017 en 2016 eða 26.635 tonn samanborið við 16.701 tonn árið áður.

Makrílveiðar hófust í júlí líkt og fyrri ár og lauk þeim í september. Allur aflinn var veiddur af uppsjávarskipum félagsins og honum landað á Vopnafirði. Veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum hófust í október og lauk innan sama mánaðar.

Veiðar á íslenskri síld fóru fram yfir sumartímann með makrílveiðum. Ekki var tilefni til að fara í beinar síldveiðar þar sem aflaheimildir í íslenskri síld hafa dregist verulega saman.

Kolmunnaveiðar gengu vel og fóru að mestu fram í apríl og maí en skipin náðu einnig ágætis afla í færeysku lögsögunni í lok árs.

Uppsjávarafli

Afli og verðmæti uppsjávarskipa

2017 2016
Afli (tonn) Verðmæti (þús.evra) Afli (tonn) Verðmæti (þús.evra)
Venus 55.600 14.175 50.492 14.597
Víkingur 53.681 13.151 45.102 13.132
Samtals 109.281 27.326 95.594 27.729

Úthlutun og ráðstöfun afla árið 2017 (tonn) - uppsjávarfiskur

Tegund Loðna Síld NÍ-síld Makríll Kolmunni Aðrar tegundir
Staða 31.12.2016 0 1.010 (36) (400) (2.876) 0
Úthlutun 33.422 4.066 13.756 20.903 52.328 0
Skipti, frá öðrum/(til annarra) (8.287) (107) 37 1.343 662 0
Tegundatilfærsla 0 0 0 0 0 0
*Annað 1500 0 272 2.945 850 24
Samtals 26.635 4.969 14.029 24.791 50.964 24
Veiði 2017 (26.635) (3.735) (13.266) (23.123) (42.495) (24)
Staða 31.12.2017 0 1.234 763 1.668 8.469 0

*Annað er skiptipottar, leiðrétting vegna íss, utankvótategundir, geymslur, undirmál og heimildir sem falla niður.

Áhugavert að vita!
HB Grandi hf. hefur unnið að því, í samstarfi við Radíómiðun ehf., Símann hf. og Sjúkrahúsið á Akureyri, að koma á fjarlækningabúnaði í skipum félagsins. Slíkt kerfi er nú komið um borð í Víking AK og er að fara í fleiri skip félagsins.

Landvinnsla

Landvinnsla félagsins gekk vel árið 2017. Lítið var fryst af heilli loðnu vegna verkfalls sjómanna sem stóð til 18. febrúar. Framleiðsla loðnuhrogna gekk þó vel og jókst verulega frá fyrra ári. Vinnsla á makríl og síldarafurðum var svipuð á milli ára.

Móttekinn afli í fiskmjölsverksmiðjum (tonn)

2017 2016
Akranes Vopnafjörður Samtals Akranes Vopnafjörður Samtals
Loðna 15.877 17.097 32.974 3.585 9.592 13.177
Síld 9.838 9.838 8.776 8.776
Makríll 10.754 10.754 11.020 11.020
Kolmunni 42.330 42.330 41.802 41.802
Annað 8.515 11 8.526 14.539 14.539
24.392 80.030 104.422 18.124 71.190 89.314

Frystar uppsjávarafurðir (tonn)

2017 2016
Akranes Vopnafjörður Samtals Akranes Vopnafjörður Samtals
Loðna fryst 970 970 2.817 2.817
Loðnuhrogn 1.884 1.852 3.736 514 1.079 1.593
Síld 6.973 6.973 5.525 5.525
Makríll 11.911 11.911 11.181 11.181
1.884 21.706 23.590 514 20.602 21.116

Markaðsmál

Markaðssvið HB Granda hf. ber ábyrgð á sölu- og markaðsmálum félagsins. Sviðið ber jafnframt ábyrgð á gerð útflutningsskjala og skipulagningu á flutningi og afhendingu vara á markaði. Markmið starfsfólks markaðssviðs er að hámarka verðmæti úr aflaheimildum félagsins. Það er gert með markvissri birgðastýringu, náinni samvinnu við kaupendur á mörkuðum og við framleiðslueiningar félagsins.

Allir starfsmenn í sölu- og markaðsmálum eru staðsettir í Reykjavík og starfa þeir náið með framleiðsludeildum félagsins. Að baki starfsemi markaðssviðs lágu 14 ársverk árið 2017.

Sölunálgun

Áhersla er lögð á að selja vörur milliliðalaust til viðskiptavina á erlendri grundu. Víðtæk þekking á allri virðiskeðjunni, allt frá veiðum til neytenda, er mikilvæg, svo hægt sé að samræma fjölbreytt vöruframboð við kröfur kaupenda og neytenda. Sölustjórar og aðrir starfsmenn sviðsins fara í reglulegar heimsóknir til viðskiptavina og taka þátt í ýmsum viðburðum á mikilvægum mörkuðum. Jafnframt eru heimsóknir viðskiptavina á starfsstöðvar félagsins tíðar.

Viðskiptavinir eru flestir dreifiaðilar eða framleiðslufyrirtæki og eru neytendavörur bæði seldar á veitingamarkaði og í smásölu undir vörumerkjum kaupenda eða smásala. Uppbygging langtíma viðskiptasambanda er mikilvægur hluti af markaðsnálgun félagsins og við val viðskiptavina er lögð áhersla á náið samstarf og aðgang að markaði sem hentar framleiðsluvörum HB Granda hf.

Áhugavert að vita!
RapidTrade er partur af sölukerfi HB Granda hf. Mikil hagræðing felst í kerfinu þar sem viðskiptavinir geta lagt inn pantanir rafrænt og fylgst þar með framgangi þeirra.

Markaðslönd

Árið 2017 voru afurðir seldar til 38 landa en salan til þeirra 10 stærstu nam yfir 82% af söluverðmætunum. Mikilvægustu markaðir árið 2017 voru Frakkland, Noregur, Þýskaland, Bretland og Kína. Um 60% af heildarsöluverðmætum félagsins á árinu 2017 eru vegna sölu til þessara fimm markaða. Rússland, þar sem verið hefur mikilvægur markaður fyrir afurðir félagsins, hefur verið lokað síðan í ágúst 2015 vegna banns á innflutning matvæla frá Íslandi.

Markaðslönd

Sala eftir tegundum

Markaðssamskipti

HB Grandi hf. heldur úti vefsíðu með reglulegum fréttaflutningi á íslensku og ensku, sem einnig er miðlað í gegnum samfélagsmiðla á vegum félagsins. Félagið gefur út ýmsa kynningarbæklinga, þar sem framleiðsluafurðir þess eru kynntar, og gefur út fréttabréfið Þúfu, þar sem ýmsum fréttum úr starfsemi félagsins er komið á framfæri bæði á íslensku og ensku. Árlega er HB Grandi hf. með veglegan sýningarbás á alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni í Brussel, sem er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Jafnframt er félagið þátttakandi í öðrum mikilvægum sýningum, s.s. alþjóðlegu sjávarútvegssýningunum í Boston og Qingdao.

Vörumerki

HB Grandi hf. framleiðir og markaðssetur nánast allar sínar vörur í eigin umbúðum, undir eigin vörumerki. Markaðssvið hefur einnig aðkomu að sölu afurða dótturfélagsins Vignis G. Jónssonar ehf. og eru þær í flestum tilfellum seldar undir vörumerki þess félags. Auk þess selur dótturfélagið Norðanfiskur ehf. sínar vörur á íslenskum markaði undir eigin vörumerki og vörumerkinu Fiskur í matinn. Dótturfélagið Blámar ehf., sem keypt var á árinu 2017, selur einnig afurðir undir eigin vörumerki. Bæði HB Grandi hf. og Vignir G. Jónsson ehf. framleiða jafnframt talsvert af afurðum sem bera vörumerki viðskiptavina.

Þjónusta

Áhersla er lögð á að einfalt sé að eiga viðskipti við HB Granda hf. og að viðskiptavinir upplifi alltaf góða þjónustu. Reglulega eru þarfir viðskiptavina metnar ásamt upplifun þeirra af bæði vörum og þjónustu HB Granda hf. Niðurstöður eru nýttar til að bæta þjónustuna til að unnt sé að sinna viðskiptavinum sem best og eru hvatning fyrir starfsfólk að viðhalda háu þjónustustigi við viðskiptavini.

Ábyrg nýting fiskstofna

HB Grandi hf. tekur virkan þátt í samstarfi sem stuðlar að sjálfbærri nýtingu fiskstofna og ábyrgð gagnvart umhverfi og samfélagi. Markmiðið með þátttöku HB Granda hf. er að stuðla að samvinnu um faglega nýtingu fiskstofna innan íslenskrar lögsögu og tryggja markaðsaðgengi.

Áhersla er lögð á samstarf við Ábyrgar fiskveiðar ses., sem stendur fyrir upprunamerki fyrir íslenskar sjávarafurðir og vottun á ábyrgum fiskveiðum Íslendinga, undir merkjum Iceland Responsible Fisheries. Markaðssetning á merkinu er í höndum Íslandsstofu og á HB Grandi hf. fulltrúa í stjórn Ábyrgra fiskveiða ses. og í fagráði sjávarútvegs hjá Íslandsstofu. HB Grandi hf. er jafnframt hluthafi í Icelandic Sustainable Fisheries ehf., sem hefur þann tilgang að afla vottana gagnvart staðli Marine Stewardship Council (MSC). Þátttaka í félaginu veitir aðgang að MSC vottunum fiskstofna við Ísland. Að auki eru fiskmjöls- og lýsisverksmiðjur HB Granda hf. IFFO RS vottaðar, sem vottar sjálfbæran uppruna fiskmjöls- og lýsisafurða. HB Grandi hf. er enn fremur bakhjarl samtakanna Global Sustainable Seafood Initiative (GSSI). Markmiðið með starfsemi GSSI er að auka gagnsæi í vottunum um sjálfbærni í sjávarútvegi og fiskeldi.

Vottuð gæðakerfi

Félagið er með vottuð gæðakerfi skv. staðli IFS Food (International Featured Standards), FEMAS (Feed Material Assurance Scheme) og HACCP (Hazard Analysis and Critical Control Points). Markmið með vottun gæðakerfa er að staðla verkferla og fá staðfestingu óháðra aðila á að þeim sé fylgt. Gæðakerfi eru einnig leið til stöðugra umbóta og tryggir vottun þeirra markaðsaðgengi á tiltekna markaði og markaðshluta. Ávinningur af vottuðum gæðakerfum er því bæði markaðslegur og rekstrarlegur.

Mannauður

Á árinu 2017 voru að meðaltali 839 stöðugildi hjá samstæðunni, miðað við heilsársstörf, og námu launagreiðslur samtals 61,6 m€. Að auki voru greidd launatengd gjöld samtals að fjárhæð 12,3 m€.

Stofnað var sérstakt mannauðssvið á árinu 2017. Það hefur umsjón með mannauðsmálum félagsins, túlkun kjarasamninga, eftirliti með starfsmannastefnu, fræðslu, þróun hópvinnukerfa og innri vefs, móttöku og mötuneyti í Norðurgarði ásamt því að veita stjórnendum faglega ráðgjöf og stuðning varðandi mannauðsmál.

Hafin var vinna við jafnlaunavottun á árinu og er stefnt á að henni ljúki fyrir lok árs 2018. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Samkvæmt lögum skal jafnlaunavottun byggjast á jafnlaunastaðlinum ÍST 85. Félagið hefur unnið samkvæmt aðgerðaráætlun í jafnréttismálum sl. ár og fellur þessi vinna vel að þeim markmiðum sem unnið er eftir.

Félagið hóf vinnu við að endurskoða og skrá ferli sem snúa að auknum kröfum laga um persónuvernd. Á árinu 2016 skrifaði Evrópuþingið undir nýja evrópska persónuverndarlöggjöf sem mun taka gildi þann 25. maí 2018 innan aðildarríkja Evrópusambandsins. Frumvarpsdrög til laga um persónuvernd hafa verið lögð fram til umsagnar á Samráðsgátt stjórnvalda, af hálfu dómsmálaráðuneytisins. Samkvæmt drögunum eiga ný persónuverndarlög að taka gildi við samþykkt þeirra á Alþingi en stefnt er á að ljúka afgreiðslu frumvarpsins á vorþingi 2018. Innleiðing nýju reglnanna felur í sér auknar kröfur um innra eftirlit fyrirtækja og upplýsingaskyldu til einstaklinga og persónuverndaryfirvalda. Með nýjum reglum aukast jafnframt heimildir yfirvalda til að beita sektum og birta upplýsingar um þau fyrirtæki sem sinna ekki skyldum sínum á þessu sviði.

Hafinn var undirbúningur við að bæta upplýsingakerfi félagsins á sviði mannauðsmála. Á undanförnum misserum hafa kröfur aukist um meiri og ítarlegri upplýsingar um starfsemi félaga og er HB Grandi hf. ekki undanskilið þeirri kröfu. Sem dæmi má nefna aukna umræðu um samfélagslega ábyrgð og auknar kröfur vottunaraðila um margskonar upplýsingar sem snerta mannauðsmál félagsins. Jafnframt var hafinn undirbúningur að endurskoðun fræðslumála félagsins, með það að markmiði að innleiða rafræna fræðslu og ná þannig til allra starfsmanna félagsins á öllum starfsstöðvum þeirra.

Öryggismál

HB Grandi hf. leggur áherslu á öryggi starfsfólks og að allir starfsmenn félagsins beri ábyrgð þegar kemur að öryggi og vinnuvernd. Hjá félaginu eru um 70 starfandi öryggisfulltrúar til sjós og lands, auk þess sem stjórnendur vinna markvisst að málaflokknum í takt við stefnu félagsins.

Alvarlegum slysum fækkaði milli áranna 2016 og 2017 auk þess sem skráning slysa og atvika er nú betri en áður. Helstu áhættuþættir í starfsemi félagsins hafa verið greindir og er unnið markvisst að því að draga úr áhættu.

Félagið gefur út öryggisskýrslu ár hvert þar sem öryggis- og vinnuverndarstarfi líðandi árs eru gerð skil, auk þess sem greint er frá slysum í forvarnarskyni. Öryggisskýrslur eru aðgengilegar á innra neti félagsins.

Starfskjarastefna

Aðalfundur 2017 samþykkti, að tillögu stjórnar, starfskjarastefnu fyrir félagið. Markmið starfskjarastefnunnar er að gera starf hjá félaginu að eftirsóknarverðum kosti fyrir fyrsta flokks starfsfólk og þar með að tryggja félaginu stöðu í fremstu röð á alþjóðavettvangi.

Áhugavert að vita!
HB Grandi hf. hefur tekið í notkun stafrænt slysaskráningarkerfi. Tilgangur kerfisins er að auðvelda starfsfólki að fá yfirsýn yfir þau slys sem verða, þau rýnd og viðeigandi ráðstafanir gerðar til að koma í veg fyrir frekari slys.

Dótturfélög

Vignir G. Jónsson ehf.

Vignir

Vignir G. Jónsson ehf. sérhæfir sig í fullvinnslu á hrognum og er stærsti einstaki kaupandi grásleppu- og þorskhrogna á landinu.

Rekstrartekjur á árinu voru 15,6 m€. Hagnaður af rekstrinum nam 0,3 m€. Heildareignir í árslok námu 11,1 m€ en eigið fé var 6,6 m€ eða 60%.

HB Grandi hf. á 100% eignarhlut í Vigni G. Jónssyni ehf. og nam bókfært verð eignarhlutarins 12,5 m€ í árslok 2017. Áhrif félagsins á rekstur samstæðunnar voru jákvæð um 0,03 m€.

Norðanfiskur ehf.

norðanfiskur

Norðanfiskur ehf. framleiðir fiskafurðir fyrir neytenda- og stóreldhúsamarkað innanlands og utan.

Rekstrartekjur á árinu voru 11,3 m€. Tap af rekstrinum nam 0,2 m€. Heildareignir í árslok námu 4,5 m€ en eigið fé var 3,0 m€ eða 71%.

HB Grandi hf. á 100% eignarhlut í Norðanfiski ehf. og nam bókfært verð eignarhlutarins 6,1 m€ í árslok 2017. Áhrif félagsins á rekstur samstæðunnar voru neikvæð um 0,3 m€.

Blámar ehf.

Blámar logo

Blámar ehf. framleiðir fiskafurðir fyrir neytendamarkað innanlands og utan. HB Grandi hf. keypti 100% eignarhlut í félaginu í lok október og verður það hluti af samstæðu HB Granda hf. frá og með 1. janúar 2018, þegar seljandi hefur uppfyllt skilyrði, sem ákvarða endanlegt kaupverð.

Hlutdeildarfélög

Deris S.A.

HB Grandi hf. á 20% hlut í eignarhaldsfélaginu Deris S.A. í Síle. Deris á sjávarútvegsfélögin Friosur og Pesca Chile. Félögin gera út tvo frystitogara, tvö línuskip sem frysta aflann, þrjá ísfisktogara, eitt skip til ljósátuveiða og rekur eitt fiskiðjuver. Að auki á Deris fiskeldisfyrirtækið Salmones Friosur S.A. sem rekur fiskeldisstöðvar í Síle.

Hagnaður af rekstri Deris árið 2017 var 25,2 m€. Áhrif félagsins á rekstur HB Granda hf. voru jákvæð um 5,0 m€. Bókfært verð eignar HB Granda hf. var 24,4 m€ í árslok 2017.

Laugafiskur ehf.

Fyrirtækið Laugafiskur ehf., áður Háteigur ehf., rekur fiskþurrkun á Reykjanesi og selur afurðir sínar til erlendra viðskiptavina. Í lok árs keypti HB Grandi hf. þriðjungs hlut í félaginu. Eftir kaupin mun HB Grandi hf., Skinney-Þinganes hf. og Nesfiskur ehf. eiga 1/3 hlut hvert í félaginu.