2017 í hnotskurn

Endurnýjun skipaflota

 • Fyrsti ísfisktogarinn af þremur sem smíðaður var í Tyrklandi, Engey, var afhentur í janúar 2017. Í framhaldi af komu skipsins til landsins var vinna sett í að koma fyrir vinnslu og lestarbúnaði í skipið. Annar ísfisktogarinn, Akurey, var síðan afhentur í júní og sá þriðji, Viðey, var afhentur í byrjun desember.
 • Í byrjun ársins seldi HB Grandi hf. uppsjávarskipið Lundey til Noregs. Kaupandinn var norska útgerðarfélagið Partrediet Karolös ANS í Brekkjarvik í Noregi.
 • Á árinu ákvað stjórn HB Granda hf. að ganga til samninga um smíði á nýjum frystitogara. Togarinn er hannaður af Rolls Royce í Noregi en samið var við spænsku skipasmíðastöðina Astilleros Armon Gijon. Gert er ráð fyrir að smíðinni ljúki um mitt ár 2019.
 • HB Grandi hf. seldi ísfisktogarann Ásbjörn til íransks útgerðarfélags um mitt ár.
 • Á árinu seldi HB Grandi hf. frystitogarann Þerney til Suður Afríku. Kaupandinn var útgerðarfélagið Sea Harvest Corporation (Pty) Ltd. og var skipið afhent um miðjan nóvember.
 • HB Grandi hf. seldi á árinu ísfisktogarann Ottó N. Þorláksson til Ísfélags Vestmannaeyja hf. Afhendingin fer fram eigi síðar en 31. maí 2018.

Botnfiskafli

Uppsjávarafli

Breytingar á vinnslum

 • Í upphafi árs tilkynnti félagið að hætt hefði verið við fyrirhugaðar framkvæmdir við fiskþurrkun á Akranesi en HB Grandi hf. hætti allri fiskþurrkun þar í apríl 2016 vegna markaðsaðstæðna. Markaður fyrir þurrkaðar afurðir hefur verið mjög erfiður vegna lítillar kaupgetu í Nígeríu.
 • Á árinu var tekin sú ákvörðun að loka botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi. Allri vinnslu var hætt þann 31. ágúst.
 • Um mitt ár hóf HB Grandi hf. botnfiskvinnslu á ný á Vopnafirði. Um 10 ár voru þá liðin frá því að botnfiskur var síðast unnin hjá HB Granda hf. á Vopnafirði.
 • Á árinu samþykkti stjórn HB Granda hf. að félagið tæki þátt í að koma upp vinnslu til að vinna kollagen prótein úr fiskroði ásamt Samherja hf., Vísi hf., Þorbirni hf. og spænska félaginu Junca Gelatines.
 • Seinni hluta árs samþykkti stjórn HB Granda hf. kaup á öllu hlutafé Blámars ehf. Blámar hefur sérhæft sig í útflutningi á fiskafurðum á neytendamarkað.
 • Stjórn HB Granda hf. samþykkti að ganga til samninga við eigendur Háteigs ehf., sem rekur fiskþurrkun á Reykjanesi, síðar Laugafiskur ehf., um kaup á þriðjungs hlut í félaginu. Eftir kaupin mun HB Grandi hf., Skinney-Þinganes hf. og Nesfiskur ehf. eiga 1/3 hlut hvert í félaginu.
Áhugavert að vita!
Í flokkunarstöðvum félagsins eru snjallgámar og snjallvogir sem rauntímaskrá endurvinnsluhráefni og almennt sorp inn í umhverfisgagnagrunn félagsins.