Skipafloti félagsins

Endurnýjun skipaflota

Fyrsti ísfisktogarinn af þremur, sem smíðaður var í Tyrklandi, Engey, var afhentur í janúar 2017 og í framhaldi af komu skipsins til landsins var vinna sett í að koma fyrir vinnslu og lestarbúnaði í skipið. Annar ísfisktogarinn, Akurey, var afhentur í júní og sá þriðji, Viðey, var síðan afhentur í byrjun desember 2017.

Í byrjun ársins seldi HB Grandi hf. uppsjávarskipið Lundey til Noregs. Kaupandinn var norska útgerðarfélagið Partrediet Karolös ANS í Brekkjarvik í Noregi.

Á árinu ákvað stjórn HB Granda hf. að ganga til samninga um smíði á nýjum frystitogara. Togarinn er hannaður af Rolls Royce í Noregi en samið var við spænsku skipasmíðastöðina Astilleros Armon Gijon. Gert er ráð fyrir að smíðinni ljúki um mitt ár 2019.

Félagið seldi ísfisktorgarann Ásbjörn til íransks útgerðarfélags um mitt ár. Einnig seldi HB Grandi hf. frystitogara sinn Þerney til Suður Afríku. Kaupandinn var Sea Harvest Corporation (Pty) Ltd. og var skipið afhent um miðjan nóvember.

Í árslok var ísfisktorgarinn Ottó N. Þorláksson seldur til Ísfélags Vestmannaeyja hf. Afhendingin fer fram eigi síðar en 31. maí 2018.

Ísfisktogarar

Akurey AK 10
Akurey AK 10
Smíðað:
Tyrkland
Ár:
2017
Brt:
1827
Lengd:
54,75
Breidd:
13,5
Djúprista:
4,7
Engey RE 91
Engey RE 91
Smíðað:
Tyrkland
Ár:
2017
Brt:
1827
Lengd:
54,75 m
Breidd:
13,5
Djúprista:
4,7 m
Helga María AK 16
Helga María AK 16
Smíðað:
Noregur
Ár:
1988
Brt:
1469,7
Lengd:
56,86
Breidd:
12,6
Djúprista:
7,7
Viðey RE 50
Viðey RE 50
Smíðað:
Tyrkland
Ár:
2017
Brt:
1827
Lengd:
54,75
Breidd:
13,5
Djúprista:
4,7

Frystitogarar

Höfrungur III AK 250
Höfrungur III AK 250
Smíðað:
Noregur
Ár:
1988
Brt:
1521
Lengd:
55,6
Breidd:
12,8
Djúprista:
8
Örfirisey RE 4
Örfirisey RE 4
Smíðað:
Noregur
Ár:
1988
Brt:
1845
Lengd:
64,55
Breidd:
12,8
Djúprista:
8

Uppsjávarskip

Venus NS 150
Venus NS 150
Smíðað:
Tyrkland
Ár:
2015
Brt:
3672
Lengd:
80
Breidd:
17
Djúprista:
8,5
Víkingur AK 100
Víkingur AK 100
Smíðað:
Tyrkland
Ár:
2015
Brt:
3672
Lengd:
81
Breidd:
17
Djúprista:
8,5

Ný skip í smíðum

Þriðji ísfisktogarinn

Þriðji ísfisktogarinn, sem smíðaður var í Tyrklandi, Viðey RE, var afhentur í byrjun desember 2017 og stendur nú yfir vinna við að koma fyrir vinnslu og lestarbúnaði í skipinu. Ottó N. Þorláksson hverfur þá úr rekstri félagsins þegar Viðey kemur ný inn í reksturinn.

Nýr frystitogari í smíðum

Í lok árs 2017 hófst smíði á nýjum frystitogara í skipasmíðastöðinni Astilleros Armon Gijon á Spáni. Togarinn er hannaður af Rolls Royce í Noregi og er 81,30 metra langur og 17 metra breiður. Togarinn hefur lestarrými fyrir um 1.000 tonn af frystum sjávarafurðum. Afhending togarans er áætluð um mitt ár 2019.