Ársreikningur 2017

Ársreikningur

HB Grandi hf. gerir út átta fiskiskip og vinnur fiskafurðir á sjó, í Reykjavík, á Akranesi og Vopnafirði. Félagið hefur mestar aflaheimildir íslenskra útgerðarfélaga og rekur eigin sölu- og markaðsstarf sem selur afurðirnar um heim allan. Með reynslumiklu og hæfu starfsfólki er lögð áhersla á ábyrga umgengni til sjós og lands og gæði afurða.

Í skipastól félagsins eru tveir frystitogarar, fjórir ísfisktogarar og tvö uppsjávarskip.

Á árinu 2017 var afli botnfiskskipa félagsins 44 þúsund tonn og uppsjávarskipa 109 þúsund tonn.

Ársreikningur HB Granda hf. er saminn í evrum. Meðalgengi evru lækkaði úr 133,2 í 120,2 eða um 9,8% milli áranna 2016 og 2017. Frá árslokum 2016 til ársloka 2017 hækkaði gengi evru úr 118,8 í 124,7 eða um 5,0%. Afurðaverð í erlendri mynt ýmist lækkaði eða hækkaði milli áranna 2016 og 2017. Olíuverð í Bandaríkjadölum hækkaði að meðaltali um 25,3% milli ára.

Ársreikningur samstæðunnar fyrir árið 2017 er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS), eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu. Ársreikningur samstæðunnar hefur að geyma ársreikning HB Granda hf. og dótturfélaga þess.

Áhugavert að vita!
Heildarafli togara var 43.590 tonn árið 2017 en 46.260 tonn árið 2016. Afli á úthaldsdag var 28 tonn árið 2017 en 25 tonn árið 2016.

Rekstur ársins 2017

Rekstrartekjur HB Granda hf. árið 2017 námu 217,3 m€ samanborið við 201,2 m€ árið áður. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og án söluhagnaðar (EBITDA) var 35,7 m€ eða 16,4% af rekstrartekjum, en var 44,3 m€ eða 22,0% árið áður. Áhrif fjáreignatekna og fjármagnsgjalda voru neikvæð um 5,2 m€ en voru neikvæð um 2,4 m€ á sama tíma árið áður. Áhrif hlutdeildarfélaga voru jákvæð um 5,0 m€ en voru jákvæð um 4,5 m€ árið áður. Hagnaður fyrir tekjuskatt var 29,4 m€. Tekjuskattur að fjárhæð 4,6 m€ er reiknaður samkvæmt framtali í íslenskum krónum. Samstæðan mun greiða tekjuskatt að fjárhæð 1,2 m€ á árinu 2018 vegna rekstrarársins 2017. Hagnaður samstæðunnar varð því 24,8 m€ samanborið við 26,2 m€ árið áður.

Meðalfjöldi ársverka árið 2017 var 839 en var 859 árið áður. Laun og launatengd gjöld námu samtals 73,9 m€, en námu árið áður 70,0 m€ (8,9 milljarðar króna á meðalgengi ársins samanborið við 9,3 milljarða króna árið áður).

Rekstrarreikningur 2017

Skýr. 2017 2016
Seldar vörur 4 217.255 201.150
Kostnaðarverð seldra vara ( 176.382) ( 149.340)
Vergur hagnaður 40.873 51.810
Aðrar rekstrartekjur 5 10.592 0
Útflutningskostnaður ( 10.945) ( 11.225)
Annar rekstrarkostnaður 8 ( 10.949) ( 11.241)
Rekstrarhagnaður 29.571 29.344
Fjáreignatekjur 346 302
Söluhagnaður og matsbreyting eignarhluta í dótturfélagi 0 391
Fjármagnsgjöld ( 4.051) ( 3.091)
Gengismunur ( 1.505) 3
Fjáreignatekjur og fjármagnsgjöld samtals 11 ( 5.210) ( 2.395)
Áhrif hlutdeildarfélags 16 5.037 4.490
Hagnaður fyrir tekjuskatt 29.398 31.439
Tekjuskattur 12 ( 4.571) ( 5.214)
Hagnaður ársins 24.827 26.225
EBITDA 35.730 44.275
Hagnaður á hlut
Grunnhagnaður og þynntur hagnaður á hlut 21 0,014 0,014

Allar tölur eru í þúsundum evra. Til að fara í ársreikninginn smella hér

Yfirlit um heildarafkomu ársins 2017

Skýr. 2017 2016
Hagnaður ársins 24.827 26.225
Rekstrarliðir færðir beint á eigið fé:
Liðir sem síðar munu verða endurflokkaðir yfir rekstur:
Þýðingarmunur vegna eignarhluta í félögum ( 1.419) 119
Heildarafkoma ársins 23.408 26.344

Allar tölur eru í þúsundum evra. Til að fara í ársreikninginn smella hér

Efnahagur

Heildareignir samstæðunnar námu 498,1 m€ í árslok 2017. Þar af voru fastafjármunir 415,7 m€ og veltufjármunir 82,4 m€. Í árslok námu heildarskuldir félagsins 240,9 m€ og eigið fé 257,2 m€. Eiginfjárhlutfall var því 51,6% en var 55,6% í árslok 2016.

Efnahagsreikningur 2017

Skýr. 2017 2016
Eignir
Rekstrarfjármunir 13 155.768 135.883
Rekstrarfjármunir í smíðum 14 49.302 33.224
Óefnislegar eignir 15 173.311 173.684
Eignarhlutur í hlutdeildarfélagi 16 27.448 20.762
Aðrar fjárfestingar 17 9.874 9.048
Fastafjármunir 415.703 372.601
Birgðir 18 34.054 44.938
Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur 19 30.732 25.175
Handbært fé 17.603 7.334
Veltufjármunir 82.389 77.447
Eignir samtals 498.092 450.048
Eigið fé
Hlutafé 19.325 19.325
Lögbundinn varasjóður 37.743 37.743
Þýðingarmunur vegna hlutdeildarfélags 1.174 2.593
Annað bundið eigið fé 10.443 6.523
Óráðstafað eigið fé 188.487 183.918
Eigið fé 20 257.172 250.102
Skuldir
Vaxtaberandi skuldir 22 134.078 91.696
Tekjuskattsskuldbinding 23 38.033 34.638
Langtímaskuldir 172.111 126.334
Vaxtaberandi skuldir 22 52.319 50.828
Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir 24 15.269 16.883
Skattar ársins 23 1.221 5.901
Skammtímaskuldir 68.809 73.612
Skuldir 240.920 199.946
Eigið fé og skuldir samtals 498.092 450.048

Allar tölur eru í þúsundum evra. Til að fara í ársreikninginn smella hér

Sjóðstreymi

Handbært fé frá rekstri nam á árinu 2017 28,9 m€, en var 25,0 m€ árið áður. Fjárfestingar námu 46,1 m€. Fjármögnunarhreyfingar voru jákvæðar um 27,5 m€. Handbært fé hækkaði því um 10,3 m€ og var í árslok 17,6 m€.

Sjóðstreymi 2017

Skýr. 2017 2016
Rekstrarhreyfingar
Rekstrarhagnaður ársins 29.571 29.344
Rekstrarliðir sem hafa ekki áhrif á fjárstreymi:
Afskriftir og virðisrýrnun rekstrarfjármuna 16.751 14.962
Hagnaður af sölu eigna ( 10.592) ( 30)
35.730 44.276
Breytingar á rekstrartengdum eignum 5.759 ( 11.110)
Breytingar á rekstrartengdum skuldum ( 3.076) 2.047
Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum 2.683 ( 9.063)
Innheimtar vaxtatekjur 346 286
Greidd vaxtagjöld ( 4.051) ( 3.090)
Greiddir skattar ( 5.855) ( 7.371)
Handbært fé frá rekstri 28.853 25.038
Fjárfestingarhreyfingar
Fjárfesting í rekstrarfjármunum 13 ( 14.765) ( 19.380)
Fjárfesting í rekstrarfjármunum í smíðum 14 ( 39.924) ( 12.307)
Fjárfesting í óefnislegum eignum 0 ( 31.524)
Söluverð rekstrarfjármuna 12.939 226
Innborgað söluverð eignarhlutar í dótturfélagi 0 5.724
Fjárfesting í eignarhlutum ( 3.591) 0
Aðrar fjárfestingar, hækkun ( 778) ( 11)
Fjárfestingarhreyfingar ( 46.119) ( 57.272)
Fjármögnunarhreyfingar
Greiddur arður ( 16.338) ( 22.085)
Skammtímalán ( 2.176) 31.511
Tekin ný langtímalán 55.000 25.000
Afborganir langtímalána ( 8.951) ( 6.062)
Fjármögnunarhreyfingar 27.535 28.364
Hækkun (lækkun) á handbæru fé 10.269 ( 3.870)
Handbært fé í ársbyrjun 7.334 11.204
Handbært fé í árslok 17.603 7.334
Fjárfestingar og fjármögnun án greiðsluáhrifa:
Fjárfesting í eignarhlutum ( 481) 0

Allar tölur eru í þúsundum evra. Til að fara í ársreikninginn smella hér

Meginniðurstöður færðar til íslenskra króna

Séu niðurstöður rekstrarreiknings reiknaðar til íslenskra króna á meðalgengi ársins 2017 (1 evra = 120,2) verða tekjur 26,1 milljarður króna, EBITDA 4,3 milljarðar og hagnaður 3,0 milljarðar. Séu niðurstöður efnahagsreiknings reiknaðar til íslenskra króna á lokagengi ársins 2017 (1 evra = 124,7) verða eignir samtals 62,1 milljarður króna, skuldir 30,0 milljarðar og eigið fé 32,1 milljarður.