Forstjóri
Fjármálasvið
Viðskiptaþróun
Uppsjávarsvið
Botnfisksvið
Markaðssvið
Mannauðssvið
Stjórnarformaður
Menntun:
Verslunarpróf frá Verslunarskóla Íslands 1962, nám í verslunarfræðum í Cardiff, Wales, 1965.
Fyrst kjörinn í stjórn HB Granda hf.:
1. október 1988, stjórnarformaður frá mars 2013.
Starfsreynsla:
Framkvæmdastjóri Hvals hf. frá árinu 1974, framkvæmdastjóri Vogunar hf. frá 1991.
Önnur stjórnarstörf:
Stjórnarformaður Fiskveiðihlutafélagsins Venus hf. og Grandi Limitada. Meðstjórnandi í Hval hf., Vogun hf., Hampiðjunni hf. og Væntingu hf.
Eignarhlutur í HB Granda hf.:
Kr. 249.000 (0,014%)
Hagsmunatengsl:
Vogun hf. á 33,5% hlut og Fiskveiðihlutafélagið Venus hf. á 0,5% hlut í HB Granda hf.
Stjórnarmaður
Menntun:
Stundaði diplómanám við Ökonomisk Faghögskole í Þrándheimi, með áherslu á endurskoðun og mannauðsmál (er nú hluti af Norges teknisknaturvitenskapelige universitet í Þrándheimi-NTNU) og áður í Verslunarskóla Íslands.
Fyrst kjörin í stjórn HB Granda hf.:
28. apríl 2016.
Starfsreynsla:
Sjálfstætt starfandi ráðgjafi, AGMOS ehf. Reynsla úr atvinnulífinu er margvísleg og hefur einkum unnið við fjármál og framkvæmdastjórn m.a. hjá eftirfarandi fyrirtækjum: Bláa Lóninu, Laugarvatn Fontana, Viðskiptablaðinu, Vöku-Helgafelli, Íslenska Útvarpsfélaginu (Stöð 2) og Arnarflugi, auk þess að hafa starfað hjá Endurskoðunarskrifstofu Björns og Ara (er nú hluti af Deloitte), Útgerðarfélaginu Hilmi sf. og Landsbankanum.
Önnur stjórnarstörf:
Stjórnarformaður Into the Glacier ehf. Á sæti í stjórnum Hreyfingar ehf., AGMOS ehf. og Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Fyrrum stjórnarseta m.a. í eftirfarandi félögum og stofnunum: Lífeyrissjóði verslunarmanna, Útflutningsráði, Ferðamálaráði, Samtökum ferðaþjónustunnar, Arnarflugi hf. Hefur auk þess verið mjög virk í nokkrum frjálsum félagasamtökum. Hefur einnig sinnt margvíslegum nefndarstörfum fyrir atvinnuvega-, utanríkis-, samgöngu- og umhverfisráðuneyti.
Eignarhlutur í HB Granda hf.:
Kr. 0 (0,00%)
Hagsmunatengsl:
Engin hagsmunatengsl, hvorki við helstu viðskiptaaðila né samkeppnisaðila félagsins eða hluthafa sem eiga meira en 10% hlut í félaginu.
Stjórnarmaður
Menntun:
Próf í útgerðartækni frá Tækniskóla Íslands 1977.
Fyrst kjörinn í stjórn HB Granda hf.:
1. apríl 2003.
Starfsreynsla:
Sérfræðingur hjá Sjóvá-Almennum tryggingum hf. frá 1977.
Önnur stjórnarstörf:
Stjórnarmaður í Hval hf., Vogun hf. og Væntingu hf.
Eignarhlutur í HB Granda hf.:
Kr. 0 (0,00%)
Hagsmunatengsl:
Vogun hf. á 33,5% hlut í HB Granda hf.
Stjórnarmaður
Menntun:
Nám í sjúkraþjálfun, Statens fysioterapiskolen Bergen, Noregi, 1976-1979. Rekstrar- og viðskiptanám, Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands 1996- 1998. Meistaranám í upplýsingatækni á heilbrigðissviði (MHI), Háskóli Íslands 2004-2006.
Fyrst kjörin í stjórn HB Granda hf.:
23. apríl 2010.
Starfsreynsla:
Verkefnisstjóri á Leitarsviði Krabbameinsfélags Íslands frá 2016. Verkefnisstjóri hjá Embætti landlæknis frá 2007-2016, starfandi sjúkraþjálfari frá 1979-2004, rekstur sjúkraþjálfarastofu 1984-2000.
Eignarhlutur í HB Granda hf.:
Kr. 1.005.330 (0,055%)
Hagsmunatengsl:
Engin önnur hagsmunatengsl.
Stjórnarmaður
Menntun:
Vélstjórapróf 4. stig frá Vélskóla Íslands 1983, sveinspróf í vélvirkjun frá Iðnskólanum í Hafnarfirði 1985, BS í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands 1987, MBA frá University of San Francisco, Bandaríkjunum, 1989, AMP frá Háskólanum í Reykjavík 2008.
Fyrst kjörin í stjórn HB Granda hf.:
1. apríl 2013.
Starfsreynsla:
Forstjóri Rio Tinto á Íslandi hf. frá 1997, framkvæmdastjóri og talsmaður Rio Tinto á Íslandi hf. 1990-1996, stundakennari við Háskóla Íslands 1990, stundakennari við Tækniskóla Íslands 1990.
Önnur stjórnarstörf:
Stjórnarformaður Samtaka álframleiðenda á Íslandi. Stjórnarmaður í Samtökum atvinnulífsins (SA).
Eignarhlutur í HB Granda hf.:
Kr. 0 (0,00%)
Hagsmunatengsl:
Engin hagsmunatengsl.
Skráð hlutafé HB Granda hf. var 1.822,2 milljónir króna í árslok 2017. Félagið átti í árslok eigin hluti að nafnverði 8,6 milljónir króna, þannig að útistandandi hlutafé nam 1.813,6 milljónum króna. Hluthafar í upphafi árs voru 1.219 en voru 1.175 í árslok. Í árslok 2017 áttu tveir hluthafar yfir 10% eignarhlut í félaginu en þeir voru Vogun hf. sem átti 33,7% og Lífeyrissjóður verslunarmanna sem átti 13,7%.
Gengi hlutabréfa var 35,0 í árslok 2017, en 26,0 í ársbyrjun. Raunávöxtun hlutabréfa á árinu, að meðtöldum arði í félaginu, reyndist vera jákvæð um 38,4%. Þá er miðað við bréf sem keypt var á lokagengi ársins 2016 og selt í lok ársins 2017, að teknu tilliti til greiðslu arðs og verðbólgu á árinu. Sé litið til lengri tíma var raunávöxtun hlutabréfs, sem var keypt í lok árs 1997 og selt um síðustu áramót, um 9,6% á ári að meðaltali.
Skráð viðskipti með hlutabréf í HB Granda hf. námu 16.865 milljónum króna árið 2017. Skráð viðskipti árið 2016 námu 15.580 milljónum króna. Úrvalsvísitala OMX Iceland lækkaði um 4,44% árið 2017.
í millj. kr. | % | |
---|---|---|
Vogun hf. | 610,7 | 33,7% |
Lífeyrissjóður verslunarmanna | 248,9 | 13,7% |
Gildi lífeyrissjóður | 165,1 | 9,1% |
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild | 153,0 | 8,4% |
Eignarhaldsfélagið VGJ ehf. | 78,2 | 4,3% |
Birta lífeyrissjóður | 64,2 | 3,5% |
Stefnir ÍS 15 | 62,2 | 3,4% |
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins B-deild | 49,9 | 2,8% |
Ingimundur Ingimundarson | 48,0 | 2,7% |
Stefnir ÍS 5 | 36,0 | 2,0% |
Aðrir hluthafar | 297,4 | 16,4% |
Útistandandi hlutafé | 1.813,6 | 100,0% |
Aðalfundur HB Granda hf. var haldinn föstudaginn 5. maí 2017. Fundinn sóttu 76 hluthafar sem fóru með 93,4% af hlutafé félagsins, auk gesta.
Formaður stjórnar, Kristján Loftsson, flutti skýrslu stjórnar og gerði grein fyrir rekstri og afkomu félagsins á liðnu starfsári. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri, kynnti ársreikning HB Granda hf. og gerði grein fyrir ýmsum þáttum starfseminnar á liðnu ári ásamt því að svara fyrirspurnum.
Tillaga stjórnar um að greidd yrði 1,00 kr á hlut í arð af hlutafé var samþykkt samhljóða. Þá var stjórn félagsins veitt heimild til að kaupa allt að 10% af eigin hlut í félaginu.
Sex aðilar buðu sig fram í kjöri til stjórnar á aðalfundinum. Í stjórn voru kjörin: Kristján Loftsson, Anna G. Sverrisdóttir, Halldór Teitsson, Hanna Ásgeirsdóttir og Rannveig Rist.
Deloitte ehf. var kjörið endurskoðunarfélag.
Á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund skipti stjórnin með sér verkum. Kristján Loftsson var kjörinn formaður og Rannveig Rist varaformaður.