Stjórn og stjórnarhættir

Yfirstjórn HB Granda hf.

Vilhjálmur Vilhjálmsson

Vilhjálmur Vilhjálmsson

Forstjóri

Jónas Guðbjörnsson

Jónas Guðbjörnsson

Fjármálasvið

Svavar Svavarsson

Svavar Svavarsson

Viðskiptaþróun

Garðar Svavarsson

Garðar Svavarsson

Uppsjávarsvið

Torfi Þ. Þorsteinsson

Torfi Þ. Þorsteinsson

Botnfisksvið

Brynjólfur Eyjólfsson

Brynjólfur Eyjólfsson

Markaðssvið

Friðrik Friðriksson

Friðrik Friðriksson

Mannauðssvið

Stjórn HB Granda hf.

Kristján Loftsson

Stjórnarformaður


Menntun:

Verslunarpróf frá Verslunarskóla Íslands 1962, nám í verslunarfræðum í Cardiff, Wales, 1965.

Fyrst kjörinn í stjórn HB Granda hf.:

1. október 1988, stjórnarformaður frá mars 2013.

Starfsreynsla:

Framkvæmdastjóri Hvals hf. frá árinu 1974, framkvæmdastjóri Vogunar hf. frá 1991.

Önnur stjórnarstörf:

Stjórnarformaður Fiskveiðihlutafélagsins Venus hf. og Grandi Limitada. Meðstjórnandi í Hval hf., Vogun hf., Hampiðjunni hf. og Væntingu hf.

Eignarhlutur í HB Granda hf.:

Kr. 249.000 (0,014%)

Hagsmunatengsl:

Vogun hf. á 33,5% hlut og Fiskveiðihlutafélagið Venus hf. á 0,5% hlut í HB Granda hf.

Anna G. Sverrisdóttir

Stjórnarmaður


Menntun:

Stundaði diplómanám við Ökonomisk Faghögskole í Þrándheimi, með áherslu á endurskoðun og mannauðsmál (er nú hluti af Norges teknisknaturvitenskapelige universitet í Þrándheimi-NTNU) og áður í Verslunarskóla Íslands.

Fyrst kjörin í stjórn HB Granda hf.:

28. apríl 2016.

Starfsreynsla:

Sjálfstætt starfandi ráðgjafi, AGMOS ehf. Reynsla úr atvinnulífinu er margvísleg og hefur einkum unnið við fjármál og framkvæmdastjórn m.a. hjá eftirfarandi fyrirtækjum: Bláa Lóninu, Laugarvatn Fontana, Viðskiptablaðinu, Vöku-Helgafelli, Íslenska Útvarpsfélaginu (Stöð 2) og Arnarflugi, auk þess að hafa starfað hjá Endurskoðunarskrifstofu Björns og Ara (er nú hluti af Deloitte), Útgerðarfélaginu Hilmi sf. og Landsbankanum.

Önnur stjórnarstörf:

Stjórnarformaður Into the Glacier ehf. Á sæti í stjórnum Hreyfingar ehf., AGMOS ehf. og Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Fyrrum stjórnarseta m.a. í eftirfarandi félögum og stofnunum: Lífeyrissjóði verslunarmanna, Útflutningsráði, Ferðamálaráði, Samtökum ferðaþjónustunnar, Arnarflugi hf. Hefur auk þess verið mjög virk í nokkrum frjálsum félagasamtökum. Hefur einnig sinnt margvíslegum nefndarstörfum fyrir atvinnuvega-, utanríkis-, samgöngu- og umhverfisráðuneyti.

Eignarhlutur í HB Granda hf.:

Kr. 0 (0,00%)

Hagsmunatengsl:

Engin hagsmunatengsl, hvorki við helstu viðskiptaaðila né samkeppnisaðila félagsins eða hluthafa sem eiga meira en 10% hlut í félaginu.

Halldór Teitsson

Stjórnarmaður


Menntun:

Próf í útgerðartækni frá Tækniskóla Íslands 1977.

Fyrst kjörinn í stjórn HB Granda hf.:

1. apríl 2003.

Starfsreynsla:

Sérfræðingur hjá Sjóvá-Almennum tryggingum hf. frá 1977.

Önnur stjórnarstörf:

Stjórnarmaður í Hval hf., Vogun hf. og Væntingu hf.

Eignarhlutur í HB Granda hf.:

Kr. 0 (0,00%)

Hagsmunatengsl:

Vogun hf. á 33,5% hlut í HB Granda hf.

Hanna Ásgeirsdóttir

Stjórnarmaður


Menntun:

Nám í sjúkraþjálfun, Statens fysioterapiskolen Bergen, Noregi, 1976-1979. Rekstrar- og viðskiptanám, Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands 1996- 1998. Meistaranám í upplýsingatækni á heilbrigðissviði (MHI), Háskóli Íslands 2004-2006.

Fyrst kjörin í stjórn HB Granda hf.:

23. apríl 2010.

Starfsreynsla:

Verkefnisstjóri á Leitarsviði Krabbameinsfélags Íslands frá 2016. Verkefnisstjóri hjá Embætti landlæknis frá 2007-2016, starfandi sjúkraþjálfari frá 1979-2004, rekstur sjúkraþjálfarastofu 1984-2000.

Eignarhlutur í HB Granda hf.:

Kr. 1.005.330 (0,055%)

Hagsmunatengsl:

Engin önnur hagsmunatengsl.

Rannveig Rist

Stjórnarmaður


Menntun:

Vélstjórapróf 4. stig frá Vélskóla Íslands 1983, sveinspróf í vélvirkjun frá Iðnskólanum í Hafnarfirði 1985, BS í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands 1987, MBA frá University of San Francisco, Bandaríkjunum, 1989, AMP frá Háskólanum í Reykjavík 2008.

Fyrst kjörin í stjórn HB Granda hf.:

1. apríl 2013.

Starfsreynsla:

Forstjóri Rio Tinto á Íslandi hf. frá 1997, framkvæmdastjóri og talsmaður Rio Tinto á Íslandi hf. 1990-1996, stundakennari við Háskóla Íslands 1990, stundakennari við Tækniskóla Íslands 1990.

Önnur stjórnarstörf:

Stjórnarformaður Samtaka álframleiðenda á Íslandi. Stjórnarmaður í Samtökum atvinnulífsins (SA).

Eignarhlutur í HB Granda hf.:

Kr. 0 (0,00%)

Hagsmunatengsl:

Engin hagsmunatengsl.

Hluthafar

Skráð hlutafé HB Granda hf. var 1.822,2 milljónir króna í árslok 2017. Félagið átti í árslok eigin hluti að nafnverði 8,6 milljónir króna, þannig að útistandandi hlutafé nam 1.813,6 milljónum króna. Hluthafar í upphafi árs voru 1.219 en voru 1.175 í árslok. Í árslok 2017 áttu tveir hluthafar yfir 10% eignarhlut í félaginu en þeir voru Vogun hf. sem átti 33,7% og Lífeyrissjóður verslunarmanna sem átti 13,7%.

Gengi hlutabréfa var 35,0 í árslok 2017, en 26,0 í ársbyrjun. Raunávöxtun hlutabréfa á árinu, að meðtöldum arði í félaginu, reyndist vera jákvæð um 38,4%. Þá er miðað við bréf sem keypt var á lokagengi ársins 2016 og selt í lok ársins 2017, að teknu tilliti til greiðslu arðs og verðbólgu á árinu. Sé litið til lengri tíma var raunávöxtun hlutabréfs, sem var keypt í lok árs 1997 og selt um síðustu áramót, um 9,6% á ári að meðaltali.

Skráð viðskipti með hlutabréf í HB Granda hf. námu 16.865 milljónum króna árið 2017. Skráð viðskipti árið 2016 námu 15.580 milljónum króna. Úrvalsvísitala OMX Iceland lækkaði um 4,44% árið 2017.

í millj. kr. %
Vogun hf. 610,7 33,7%
Lífeyrissjóður verslunarmanna 248,9 13,7%
Gildi lífeyrissjóður 165,1 9,1%
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild 153,0 8,4%
Eignarhaldsfélagið VGJ ehf. 78,2 4,3%
Birta lífeyrissjóður 64,2 3,5%
Stefnir ÍS 15 62,2 3,4%
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins B-deild 49,9 2,8%
Ingimundur Ingimundarson 48,0 2,7%
Stefnir ÍS 5 36,0 2,0%
Aðrir hluthafar 297,4 16,4%
Útistandandi hlutafé 1.813,6 100,0%

Aðalfundur 2017

Aðalfundur HB Granda hf. var haldinn föstudaginn 5. maí 2017. Fundinn sóttu 76 hluthafar sem fóru með 93,4% af hlutafé félagsins, auk gesta.

Formaður stjórnar, Kristján Loftsson, flutti skýrslu stjórnar og gerði grein fyrir rekstri og afkomu félagsins á liðnu starfsári. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri, kynnti ársreikning HB Granda hf. og gerði grein fyrir ýmsum þáttum starfseminnar á liðnu ári ásamt því að svara fyrirspurnum.

Tillaga stjórnar um að greidd yrði 1,00 kr á hlut í arð af hlutafé var samþykkt samhljóða. Þá var stjórn félagsins veitt heimild til að kaupa allt að 10% af eigin hlut í félaginu.

Sex aðilar buðu sig fram í kjöri til stjórnar á aðalfundinum. Í stjórn voru kjörin: Kristján Loftsson, Anna G. Sverrisdóttir, Halldór Teitsson, Hanna Ásgeirsdóttir og Rannveig Rist.

Deloitte ehf. var kjörið endurskoðunarfélag.

Á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund skipti stjórnin með sér verkum. Kristján Loftsson var kjörinn formaður og Rannveig Rist varaformaður.