Fyrsti ísfisktogarinn af þremur sem smíðaður var í Tyrklandi, Engey, var afhentur í janúar 2017. Í framhaldi af komu skipsins til landsins var vinna sett í að koma fyrir vinnslu og lestarbúnaði í skipið. Annar ísfisktogarinn, Akurey, var síðan afhentur í júní og sá þriðji, Viðey, var afhentur í byrjun desember.
Í byrjun ársins seldi HB Grandi hf. uppsjávarskipið Lundey til Noregs. Kaupandinn var norska útgerðarfélagið Partrediet Karolös ANS í Brekkjarvik í Noregi.
Á árinu ákvað stjórn HB Granda hf. að ganga til samninga um smíði á nýjum frystitogara. Togarinn er hannaður af Rolls Royce í Noregi en samið var við spænsku skipasmíðastöðina Astilleros Armon Gijon. Gert er ráð fyrir að smíðinni ljúki um mitt ár 2019.
HB Grandi hf. seldi ísfisktogarann Ásbjörn til íransks útgerðarfélags um mitt ár.
Á árinu seldi HB Grandi hf. frystitogarann Þerney til Suður Afríku. Kaupandinn var útgerðarfélagið Sea Harvest Corporation (Pty) Ltd. og var skipið afhent um miðjan nóvember.
HB Grandi hf. seldi á árinu ísfisktogarann Ottó N. Þorláksson til Ísfélags Vestmannaeyja hf. Afhendingin fer fram eigi síðar en 31. maí 2018.
Botnfiskafli
Uppsjávarafli
Breytingar á vinnslum
Í upphafi árs tilkynnti félagið að hætt hefði verið við fyrirhugaðar framkvæmdir við fiskþurrkun á Akranesi en HB Grandi hf. hætti allri fiskþurrkun þar í apríl 2016 vegna markaðsaðstæðna. Markaður fyrir þurrkaðar afurðir hefur verið mjög erfiður vegna lítillar kaupgetu í Nígeríu.
Á árinu var tekin sú ákvörðun að loka botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi. Allri vinnslu var hætt þann 31. ágúst.
Um mitt ár hóf HB Grandi hf. botnfiskvinnslu á ný á Vopnafirði. Um 10 ár voru þá liðin frá því að botnfiskur var síðast unnin hjá HB Granda hf. á Vopnafirði.
Á árinu samþykkti stjórn HB Granda hf. að félagið tæki þátt í að koma upp vinnslu til að vinna kollagen prótein úr fiskroði ásamt Samherja hf., Vísi hf., Þorbirni hf. og spænska félaginu Junca Gelatines.
Seinni hluta árs samþykkti stjórn HB Granda hf. kaup á öllu hlutafé Blámars ehf. Blámar hefur sérhæft sig í útflutningi á fiskafurðum á neytendamarkað.
Stjórn HB Granda hf. samþykkti að ganga til samninga við eigendur Háteigs ehf., sem rekur fiskþurrkun á Reykjanesi, síðar Laugafiskur ehf., um kaup á þriðjungs hlut í félaginu. Eftir kaupin mun HB Grandi hf., Skinney-Þinganes hf. og Nesfiskur ehf. eiga 1/3 hlut hvert í félaginu.
Áhugavert að vita!
Í flokkunarstöðvum félagsins eru snjallgámar og snjallvogir sem rauntímaskrá endurvinnsluhráefni og almennt sorp inn í umhverfisgagnagrunn félagsins.