Verkefnastaða til veiða lítur vel út fyrir komandi ár og að frátöldum síldarstofnum eru fiskistofnar, sem við höfum heimildir til veiða úr, í góðu jafnvægi.
Hagræðing í botnfiskvinnslu mun skila félaginu betri afkomu en annars hefði verið.
Mikil hagræðing verður af útgerð nýju ísfisktogaranna sem verða væntanlega allir komnir í rekstur fyrir sumarið 2018, í stað eldri togara.
Þróun gengis helstu gjaldmiðla, evru (EUR), íslenskrar krónu (ISK) og bandaríkja dollars (USD) getur haft veruleg áhrif á rekstur HB Granda hf. Hluti gjalda félagsins er í ISK og því dregur sterk króna úr afkomu félagsins. Jafnframt hefur gengi USD gagnvart EUR veikst en töluverður hluti tekna félagsins er í USD og því dregur úr afkomunni með veikingu USD gagnvart EUR. Það hefur reynst erfitt að spá fyrir um gengi gjaldmiðla og verður ekki gerð tilraun til þess hér.
Núverandi stjórnvöld hafa látið af áformum fyrri ríkisstjórna um umbyltingu á stjórnkerfi sjávarútvegs sem er vel. Það virðist því heldur meiri ró um atvinnugreinina nú en undanfarin mörg ár. Vonandi helst sú ró þó að áfram verði unnið í að bæta ýmislegt sem betur má fara eins og til dæmis forsendur veiðigjalda.
Styrkur félagsins felst meðal annars í aðlögunarhæfni að ólíkum aðstæðum hverju sinni en sú hæfni fæst með færu og reynslumiklu starfsfólki. Við horfum til þess að HB Grandi hf. muni halda sinni stöðu sem öflugt og framsækið félag í sjávarútvegi um ókomna framtíð.
Framtíðarsýn félagsins felst í að móta framtíð sjálfbærs sjávarútvegs. Það ætlar félagið að gera með eftirfarandi hætti :