HB Grandi hf. gerir út átta fiskiskip og vinnur fiskafurðir á sjó, í Reykjavík, á Akranesi og Vopnafirði. Félagið hefur mestar aflaheimildir íslenskra útgerðarfélaga og rekur eigin sölu- og markaðsstarf sem selur afurðirnar um heim allan. Með reynslumiklu og hæfu starfsfólki er lögð áhersla á ábyrga umgengni til sjós og lands og gæði afurða.
Í skipastól félagsins eru tveir frystitogarar, fjórir ísfisktogarar og tvö uppsjávarskip.
Á árinu 2017 var afli botnfiskskipa félagsins 44 þúsund tonn og uppsjávarskipa 109 þúsund tonn.
Ársreikningur HB Granda hf. er saminn í evrum. Meðalgengi evru lækkaði úr 133,2 í 120,2 eða um 9,8% milli áranna 2016 og 2017. Frá árslokum 2016 til ársloka 2017 hækkaði gengi evru úr 118,8 í 124,7 eða um 5,0%. Afurðaverð í erlendri mynt ýmist lækkaði eða hækkaði milli áranna 2016 og 2017. Olíuverð í Bandaríkjadölum hækkaði að meðaltali um 25,3% milli ára.
Ársreikningur samstæðunnar fyrir árið 2017 er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS), eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu. Ársreikningur samstæðunnar hefur að geyma ársreikning HB Granda hf. og dótturfélaga þess.
Rekstrartekjur HB Granda hf. árið 2017 námu 217,3 m€ samanborið við 201,2 m€ árið áður. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og án söluhagnaðar (EBITDA) var 35,7 m€ eða 16,4% af rekstrartekjum, en var 44,3 m€ eða 22,0% árið áður. Áhrif fjáreignatekna og fjármagnsgjalda voru neikvæð um 5,2 m€ en voru neikvæð um 2,4 m€ á sama tíma árið áður. Áhrif hlutdeildarfélaga voru jákvæð um 5,0 m€ en voru jákvæð um 4,5 m€ árið áður. Hagnaður fyrir tekjuskatt var 29,4 m€. Tekjuskattur að fjárhæð 4,6 m€ er reiknaður samkvæmt framtali í íslenskum krónum. Samstæðan mun greiða tekjuskatt að fjárhæð 1,2 m€ á árinu 2018 vegna rekstrarársins 2017. Hagnaður samstæðunnar varð því 24,8 m€ samanborið við 26,2 m€ árið áður.
Meðalfjöldi ársverka árið 2017 var 839 en var 859 árið áður. Laun og launatengd gjöld námu samtals 73,9 m€, en námu árið áður 70,0 m€ (8,9 milljarðar króna á meðalgengi ársins samanborið við 9,3 milljarða króna árið áður).
Skýr. | 2017 | 2016 | |
---|---|---|---|
Seldar vörur | 4 | 217.255 | 201.150 |
Kostnaðarverð seldra vara | ( 176.382) | ( 149.340) | |
Vergur hagnaður | 40.873 | 51.810 | |
Aðrar rekstrartekjur | 5 | 10.592 | 0 |
Útflutningskostnaður | ( 10.945) | ( 11.225) | |
Annar rekstrarkostnaður | 8 | ( 10.949) | ( 11.241) |
Rekstrarhagnaður | 29.571 | 29.344 | |
Fjáreignatekjur | 346 | 302 | |
Söluhagnaður og matsbreyting eignarhluta í dótturfélagi | 0 | 391 | |
Fjármagnsgjöld | ( 4.051) | ( 3.091) | |
Gengismunur | ( 1.505) | 3 | |
Fjáreignatekjur og fjármagnsgjöld samtals | 11 | ( 5.210) | ( 2.395) |
Áhrif hlutdeildarfélags | 16 | 5.037 | 4.490 |
Hagnaður fyrir tekjuskatt | 29.398 | 31.439 | |
Tekjuskattur | 12 | ( 4.571) | ( 5.214) |
Hagnaður ársins | 24.827 | 26.225 | |
EBITDA | 35.730 | 44.275 | |
Hagnaður á hlut | |||
Grunnhagnaður og þynntur hagnaður á hlut | 21 | 0,014 | 0,014 |
Allar tölur eru í þúsundum evra. Til að fara í ársreikninginn smella hér
Skýr. | 2017 | 2016 | |
---|---|---|---|
Hagnaður ársins | 24.827 | 26.225 | |
Rekstrarliðir færðir beint á eigið fé: | |||
Liðir sem síðar munu verða endurflokkaðir yfir rekstur: | |||
Þýðingarmunur vegna eignarhluta í félögum | ( 1.419) | 119 | |
Heildarafkoma ársins | 23.408 | 26.344 |
Allar tölur eru í þúsundum evra. Til að fara í ársreikninginn smella hér
Heildareignir samstæðunnar námu 498,1 m€ í árslok 2017. Þar af voru fastafjármunir 415,7 m€ og veltufjármunir 82,4 m€. Í árslok námu heildarskuldir félagsins 240,9 m€ og eigið fé 257,2 m€. Eiginfjárhlutfall var því 51,6% en var 55,6% í árslok 2016.
Skýr. | 2017 | 2016 | |
---|---|---|---|
Eignir | |||
Rekstrarfjármunir | 13 | 155.768 | 135.883 |
Rekstrarfjármunir í smíðum | 14 | 49.302 | 33.224 |
Óefnislegar eignir | 15 | 173.311 | 173.684 |
Eignarhlutur í hlutdeildarfélagi | 16 | 27.448 | 20.762 |
Aðrar fjárfestingar | 17 | 9.874 | 9.048 |
Fastafjármunir | 415.703 | 372.601 | |
Birgðir | 18 | 34.054 | 44.938 |
Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur | 19 | 30.732 | 25.175 |
Handbært fé | 17.603 | 7.334 | |
Veltufjármunir | 82.389 | 77.447 | |
Eignir samtals | 498.092 | 450.048 | |
Eigið fé | |||
Hlutafé | 19.325 | 19.325 | |
Lögbundinn varasjóður | 37.743 | 37.743 | |
Þýðingarmunur vegna hlutdeildarfélags | 1.174 | 2.593 | |
Annað bundið eigið fé | 10.443 | 6.523 | |
Óráðstafað eigið fé | 188.487 | 183.918 | |
Eigið fé | 20 | 257.172 | 250.102 |
Skuldir | |||
Vaxtaberandi skuldir | 22 | 134.078 | 91.696 |
Tekjuskattsskuldbinding | 23 | 38.033 | 34.638 |
Langtímaskuldir | 172.111 | 126.334 | |
Vaxtaberandi skuldir | 22 | 52.319 | 50.828 |
Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir | 24 | 15.269 | 16.883 |
Skattar ársins | 23 | 1.221 | 5.901 |
Skammtímaskuldir | 68.809 | 73.612 | |
Skuldir | 240.920 | 199.946 | |
Eigið fé og skuldir samtals | 498.092 | 450.048 |
Allar tölur eru í þúsundum evra. Til að fara í ársreikninginn smella hér
Handbært fé frá rekstri nam á árinu 2017 28,9 m€, en var 25,0 m€ árið áður. Fjárfestingar námu 46,1 m€. Fjármögnunarhreyfingar voru jákvæðar um 27,5 m€. Handbært fé hækkaði því um 10,3 m€ og var í árslok 17,6 m€.
Skýr. | 2017 | 2016 | |
---|---|---|---|
Rekstrarhreyfingar | |||
Rekstrarhagnaður ársins | 29.571 | 29.344 | |
Rekstrarliðir sem hafa ekki áhrif á fjárstreymi: | |||
Afskriftir og virðisrýrnun rekstrarfjármuna | 16.751 | 14.962 | |
Hagnaður af sölu eigna | ( 10.592) | ( 30) | |
35.730 | 44.276 | ||
Breytingar á rekstrartengdum eignum | 5.759 | ( 11.110) | |
Breytingar á rekstrartengdum skuldum | ( 3.076) | 2.047 | |
Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum | 2.683 | ( 9.063) | |
Innheimtar vaxtatekjur | 346 | 286 | |
Greidd vaxtagjöld | ( 4.051) | ( 3.090) | |
Greiddir skattar | ( 5.855) | ( 7.371) | |
Handbært fé frá rekstri | 28.853 | 25.038 | |
Fjárfestingarhreyfingar | |||
Fjárfesting í rekstrarfjármunum | 13 | ( 14.765) | ( 19.380) |
Fjárfesting í rekstrarfjármunum í smíðum | 14 | ( 39.924) | ( 12.307) |
Fjárfesting í óefnislegum eignum | 0 | ( 31.524) | |
Söluverð rekstrarfjármuna | 12.939 | 226 | |
Innborgað söluverð eignarhlutar í dótturfélagi | 0 | 5.724 | |
Fjárfesting í eignarhlutum | ( 3.591) | 0 | |
Aðrar fjárfestingar, hækkun | ( 778) | ( 11) | |
Fjárfestingarhreyfingar | ( 46.119) | ( 57.272) | |
Fjármögnunarhreyfingar | |||
Greiddur arður | ( 16.338) | ( 22.085) | |
Skammtímalán | ( 2.176) | 31.511 | |
Tekin ný langtímalán | 55.000 | 25.000 | |
Afborganir langtímalána | ( 8.951) | ( 6.062) | |
Fjármögnunarhreyfingar | 27.535 | 28.364 | |
Hækkun (lækkun) á handbæru fé | 10.269 | ( 3.870) | |
Handbært fé í ársbyrjun | 7.334 | 11.204 | |
Handbært fé í árslok | 17.603 | 7.334 | |
Fjárfestingar og fjármögnun án greiðsluáhrifa: | |||
Fjárfesting í eignarhlutum | ( 481) | 0 |
Allar tölur eru í þúsundum evra. Til að fara í ársreikninginn smella hér
Séu niðurstöður rekstrarreiknings reiknaðar til íslenskra króna á meðalgengi ársins 2017 (1 evra = 120,2) verða tekjur 26,1 milljarður króna, EBITDA 4,3 milljarðar og hagnaður 3,0 milljarðar. Séu niðurstöður efnahagsreiknings reiknaðar til íslenskra króna á lokagengi ársins 2017 (1 evra = 124,7) verða eignir samtals 62,1 milljarður króna, skuldir 30,0 milljarðar og eigið fé 32,1 milljarður.